Skapandi sumarstörf – júní 2019

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð – Creative summerjobs in Fjardabyggd

(English below)

 

Hér er okkar frábæri hópur unglinga frá einum af tveimur hópum sem tóku þátt í skapandi sumarstörfum.

 Our wonderful group of youngsters from one of two groups from this summers creative jobs project.

Þetta verkefni var samstarfsverkefni Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar og annara samstarfsaðila; Place-EE verkefni Fjölskyldusviðs, Menningarstofa Fjarðabyggðar, Íþrótta og tómstundasvið Fjarðabyggðar, grunnskólar Fjarðabyggðar á Eskifirði og Fáskrúðsfirði (frístundaaðstaða), hjúkrunarheimli á Eskifirði og Fáskrúðsfirði (aðstaða fyrir sýningu á afrakstri verkefnisins og viðtöl við íbúa), ásamt öðru starfsfólki Fjarðabyggðar sem sá um utanumhald verkefnisins á borð við rútuferðir milli bæjarkjarna og samskipti við alla aðila.

Verkefnið var sett upp sem vikulangt verkefni, sem var haldið tvisvar á sitthvorum staðnum, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.

Krakkarnir hittust í stuttan undirbúning áður en þau fóru og hittu hóp eldri borgara á hjúkurnarheimilunum. Algengustu spurningarnar sem eldri borgararnir fengu voru;

Hvað gerðirðu þegar þú varst ung/ur?

Hvaða er mikilvægur viðburður fyrir þig og er einhver sérstakur staður sem hefur mikilvæga þýðingu fyrir þig og þá hvers vegna?

Krakkarnir vinna að spurningum fyrir eldriborgaranna

Younger group working on questions for the older group

Eftir viðtölin reyndu krakkarnir að búa til mynd eða hugmynd inn í einhverskonar listform sem þau gætu unnið út úr þeim hugmyndum sem kviknuðu út frá viðtölunum. Krakkarnir fóru síðan í vinnuaðstöðuna sem þeim var úthlutað í grunnskólunum og notuðust við efnivið sem mikið til var endurunnið efni. Þau unnu listverk út frá þeirri sýn sem kom til þeirra í viðtalinu við eldri borgarana.

Eftir um það bil þriggja daga vinnu, þá héldu krakkarnir sýningu fyrir eldri borgarana á hjúkrunarheimilunum, sem voru hinimlifandi með útkomuna eins og sjá má af myndum.

Þetta er Kristinn Þór, hann var kennari og skólastjóri í Fjarðabyggð í fyrri tíð.

This is Kristinn Þór, he used to be a teacher and a principal in Fjardabyggd.

Hér fyrir neðan eru síðan svipmyndir frá sýningunni, og eins og sjá má eru krakkarnir stoltir með útkomuna og eldri borgararnir dást að verkum ungdómsins

Here are some of the items from the exhibition, you can see the proud children and happy storytellers admiring the work

 

Myndir frá vinnustofunnum

Snapshots from the workshops

    

Creative summerjobs in Fjardabyggd

This project was a cooperation between Fjardabyggd through several partners. Place-EE project in Fjardabyggd and the main office, Fjardabyggd Cultural department, youth and sports officer in Fjardabyggd, elementary schools in Eskifjörður and Fáskrúðsfjörður (for craft rooms facilitations), elderly homes in Eskifjörður and Fáskrúðsfjörður (facilitation for exhibitions and interviews), along with other Fjardabyggd staff for coordination of the project, like transport and communication.

The project was a weeklong setup, and was held twice during the two last weeks in June.

The younger groups meet up with our older groups in order to interview them. The question most frequently asked to the elders where the following;

What did you use to do as a younger person?

What is an important life event for you and is there one place in particular that has a special meaning for you and why?

After the interview where the younger group tried to grasp an image or an idea to transform into an artform of some kind. They went to the art facility and used mostly reusable material to create their vision or their interview with their elder person.

After about three days of work, they held an exhibition for the older participants, who were thrilled with the outcome, as can be seen from our pictures of the opening.

Listrænir stjórnendur / Creative Art facilitators:

Ragnhildur Lára Wiesshappel (Artist and teacher)

Unnur Sveinsdóttir (Artist and assistant teacher)